„Þetta gerðist hrikalega hratt og þetta er strembnasta vika sem ég man eftir," sagði Arnar Már Björgvinsson eftir að hafa formlega gengið í raðir Fylkis í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í félagsheimili Fylkismanna í Árbænum.
Arnar Már staðfesti í síðustu viku við Fótbolta.net að hann væri á förum frá Stjörnunni. Hann getur ekki æft með Stjörnunni í sumar vegna vinnu sinnar.
„Ég kveð Stjörnuna með söknuði og maður hefði í draumaheimi viljað láta það ganga upp, en úr því sem komið var þá er ég gríðarlega ánægður með það hvernig þetta endaði," sagði Arnar.
Hann segir að það sé stefnan að fara strax upp með Fylki.
„Ég sé fyrir mér að vera kominn í Pepsi á næsta ári, þeir gerðu mjög vel að halda flestum sínum leikmönnum frá því í fyrra. Það er rugl að þetta lið hafa fallið í fyrra, við komum okkur upp í haust."
Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir