Arnar Már Björgvinsson er formlega genginn í raðir Fylkis en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í félagsheimili Fylkismanna í Árbænum.
Hægt er að sjá frá undirskriftinni á Snapchat: Fotboltinet
Hægt er að sjá frá undirskriftinni á Snapchat: Fotboltinet
Arnar Már staðfesti í síðustu viku við Fótbolta.net að hann væri á förum frá Stjörnunni. Stjarnan æfir í hádeginu í sumar en Arnar getur það ekki vegna vinnu sinnar sem lögfræðingur.
Hinn 27 ára gamli Arnar hefur lengst af á ferlinum spilað með Stjörnunni en hann byrjaði að leika með meistaraflokki árið 2009. Arnar hefur einnig spilað með Breiðabliki og Víkingi Ólafsvík en hann er nú á leið í Fylki.
Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í fyrra en liðið sigraði Þór 3-1 í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar á laugardaginn. Liðið mætir Gróttu í 2. umferðinni á föstudaginn.
Viðtal við Arnar er væntanlegt hingað á vefinn innan skamms.
Athugasemdir