Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. maí 2020 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt botnlið í ótímabæru spánni sem er byggð á sandi
Fjölnismenn eiga erfitt sumar fyrir höndum.
Fjölnismenn eiga erfitt sumar fyrir höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær var opinberuð ný ótímabær spá fyrir Pepsi Max-deild karla. Spáin er byggð á sandi þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á hinu langa íslenska undirbúningstímabili.

Pepsi Max-deildin á að hefjast í næsta mánuði og spennan er farin að magnast.

Það voru nokkrar breytingar í spá Elvars og Tómasar þar á meðal á botninum þar sem Grótta hoppaði upp um eitt sæti. Ríkjandi Íslandsmeistarar KR eru enn á toppnum.

Hér að neðan má sjá spána ótímabæru sem er nú aðeins minna ótímabær en áður enda styttist í mótið.

Hægt er að hlusta á umræðuna í Podcast veitum og í spilaranum hér neðar í fréttinni.

Ótímabæra spáin:
1. KR
2. Valur +1
3. Breiðablik -1
4. Víkingur
5. FH +1
6. Stjarnan -1
7. KA
8. Fylkir
9. ÍA +1
10. HK -1
11. Grótta +1
12. Fjölnir -1

Sjá einnig:
KR fór á toppinn í ótímabæru spánni (ótímabæra spáin í mars)
Ótímabær spá fyrir Pepsi Max byggð á sandi - Blaut tuska fyrir Fjölni
Athugasemdir
banner
banner
banner