Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 6. sæti
Sindra er spáð 6. sæti í 2. deild
Sindra er spáð 6. sæti í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Ása er mikilvæg fyrir Sindra
Guðrún Ása er mikilvæg fyrir Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Sindri
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 2. deild

Þjálfari: Veselin Chilingirov. Vesko er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Sindra.

Líkt og undanfarin ár þá hefur Sindraliðið ekki spilað marga leiki á undirbúningstímabilinu og liðið á eftir að slípa sig betur saman. Þær litu vel út í bikarkeppninni á dögunum og munu styrkjast þegar líður á sumarið. Það er fínt jafnvægi ungra og eldri leikmanna í liðinu og tveir nýjir erlendir leikmenn munu vafalaust styrkja liðið.

Lykilmenn: Samira Suleman, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Federica Silva Arias

Gaman að fylgjast með: Það er mikill kraftur í hinni ungu Siggerði Eglu Hjaltadóttur. Hún er aðeins á 16. ári en lék stórt hlutverk með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið að bæta sig í vetur.

Við heyrðum í Vesko þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:

Hvað finnst þér um að vera spáð 6. sætinu?

„Ég held að við munum spila stórt hlutverk í deildinni í ár. Það er mjög erfitt að spá fyrir um eitthvað og ég get bara sagt að við munum taka einn leik fyrir í einu og sjá hverju það mun skila okkur. Það gleður mig að kollegar mínir spái okkur nálægt umspilssætunum þrátt fyrir lokastöðu síðasta sumar og fáum leikjum á undirbúningstímabilinu. Mörg lið hafa styrkt sig með góðum leikmönnum og í deildinni eru góðir þjálfarar. Ég hlakka til að mæta öllum og sjá hvað verður. Við erum til búin til að láta alla andstæðinga hafa fyrir hlutunum úti á velli og ætlum okkur að enda eins ofarlega og mögulegt er. Við erum með sterkt lið og leikmennirnir eru að standa sig vel og bæta sig. Ef við spilum góðan fótbolta og njótum vers leiks er ég viss um að við getum gert enn betur en að vera um miðja deild.”

Hver eru markmið Sindra fyrir sumarið?

„Okkar helsta markmið er að njóta hvers leiks og spila fallegan fótbolta. Við erum að fara aðeins öðruvísi leið núna þar sem úrslitin eru mikilvæg en ekki í aðal forgangi. Ef við getum skapað góða stemmningu í og í kringum liðið og við náum að njóta þess að spila, þá er markmiðinu náð. Og ef okkur tekst það þá fylgja úrslitin með."

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Við höfum fengið nokkra reynslumikla leikmenn til að styrkja liðið og hjálpa ungu leikmönnunum okkar að þroskast. Nokkrir leikmenn úr 3.flokki eru líka að koma inn í hópinn. Við höfum misst nokkrar frá síðasta ári svo liðið er töluvert breytt en ég held að breytingarnar séu af hinu góða. Við höldum áfram að byggja upp liðið okkar, skref fyrir skref.“

Við hverju má búast af 2.deild í sumar?

„Að mínu mati eru liðin nokkuð jöfn og með nýja mótafyrirkomulaginu eru margir áhugaverðir leikir framundan. Ég gæti trúað því að liðin verði dugleg að gefa ungum leikmönnum tækifæri svo kannski sjáum við einhverjar af framtíðar landsliðskonum Íslands taka sín fyrstu skref í deildinni.“

Komnar:
Valdís Ósk Sigurðardóttir frá Keflavík
Jovana Milinkovic frá Serbíu
Federica Silvera frá San Lorenzo í Argentínu
Ana Bral frá Atletico CP í Portúgal
Katrín Lilja Ármannsdóttir frá Selfossi

Farnar:
Freyja Sól Kristinsdóttir í Fram
Gabriela Maldonado til Danmerkur
Megan Warner til Englands

Fyrstu leikir Sindra:
22. maí Sindri - Fram
29. maí SR – Sindri
6. júní Sindri - KH
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner