Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 10. júní 2013 21:59
Valur Páll Eiríksson
Óli Kristjáns: Ef hann hefði klikkað tæki ég það á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þú hefðir kannski getað lagt þig og ekki misst af miklu á köflum en við fengum þrjú stig og það er maximal það sem þú getur fengið úr úr leiknum" sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á botnliði Víkingi Ólafsvík í dag.

Spurður út í 4-4-2 uppstillingu í dag sagði Ólafur: ,,Ég spilaði ekki 4-4-2 í dag. Við settum Elfar svolítið ofar til að spila utan á Farid sem var djúpur miðjumaður hjá þeim. Þegar við vörðumst var Elfar fremstur á miðjunni en þegar við sóttum fóru Árni og Elfar sitthvoru megin við Farid."

,,Það var smá vesen með fyrsta vítið. Þjálfarinn fékk "blackout" og ég var ekki alveg viss hver átti að taka vítið. Við vorum búnir að tala um það eftir mikla áhyggjan fjölmiðla að láta ekki ungan mann og hafsent taka vítið og ekki þennan og ekki hinn og finna vítaskyttuna sem var Guðjón. Svo þegar að framkvæmdin átti að fara að eiga sér stað þá sá ég Sverri þarna við miðlínu og segi honum að fara að taka vítið. Hann skildi ekkert í þessu og Guðjón skildi ekkert í þessu en Guðjón tók það sem betur fer og skoraði. Ef hann hefði tekið það og klikkað hefði ég tekið það algjörlega á mig. Þetta er algjörlega óásættanlegt að skipta um vítaskyttu á punktinum, það truflar alla." sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner