Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 17:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið kvöldsins: Kepa, Brandur og Rene byrja
Nágrannaslagur í Þórshöfn
Nágrannaslagur í Þórshöfn
Mynd: Getty Images
Pierre-Emile byrjar hjá Dönum.
Pierre-Emile byrjar hjá Dönum.
Mynd: Getty Images
Tólf leikir hefjast klukkan 18:45 í undankeppni EM2020. Í kvöld er leikið í A-, B-, D-, F- og G-riðli.

Spánn - Svíþjóð (F-riðill) (Stöð2Sport)
Einn leikur er sýndur í beinni útsendingu í kvöld. Það er leikur Spánverja og Svía. Spánn hefur unnið alla sína leiki í riðlinum og er með níu stig. Svíar hafa unnið sér inn sjö stig.

Kepa Arrizabalaga byrjar í markinu hjá Spánverjum. David de Gea er á bekknum.

Byrjunarlið Spánar: Kepa, Alba, Carvajal, Ramos, Ruiz, Asensio, Busquets, Isco, Martinez, Parejo, Rodrigo.

Byrjunarlið Svíþjóðar: Olsen, Quaison, Lustig, Larsson, Jansson, Helander, Forsberg, Ekdal, Claesson, Berg, Augustinsson.

Danmörk - Georgía (D-riðill)
Danmörk tekur í kvöld á mótir Georgíu. Danmörk hefur byrjað riðilinn á tveimur jafnteflum á meðan Georgía hefur leikið þrjá leiki og hefur unnið sér inn þrjú stig.

Pierre-Emile Højbjerg byrjaði á bekknum hjá Dönum gegn Írum í síðasta leik. Højbjerg kom inn á og skoraði jöfnunarmark Dana í leiknum. Hann byrjar leikinn í kvöld.

Byrjunarlið Danmerkur:
Schmeichel, Ankersen, Kjaer, Christensen, Skov, Delaney, Eriksen, Dolberg, Larsen, Poulsen, Højbjerg.

Færeyjar - Noregur (F-riðill)
Í kvöld mætast nágrannaþjóðirnar Færeyjar og Noregur. Noregur hefur tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína. Færeyjar eru neðstar í riðlinum, stigalausar.

Það helsta hjá Noregi er að Lars Lagerbäck er með Joshua King, leikmann Bournemouth, á bekknum og Bjorn Johnsen fremstan í hans stað. Hjá Færeyingum byrja Brandur Olsen, leikmaður FH og Rene Joensen, leikmaður Grindavíkur.

Byrjunarlið Færeyja: Gestsson, Sorensen, Gregersen, Faero, Davidsen, Hansson, Baldvinsson, Brandur Olsen, Vatnhamar, Olsen, Rene Joensen.

Byrjunarlið Noregs: Hansen, Elabdelloui, Nordtveit, Ajer, Aleesami, Odegaard, Berge, Selnaes, Henriksen, Johnsen, Elyounoussi

Undankeppni EM2020 - Mánudagur 10. júni
EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group A
18:45 Tékkland - Montenegro
18:45 Bulgaria - Kósóvó

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group B
18:45 Úkraína - Luxembourg
18:45 Serbía - Litháen

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group D
18:45 Danmörk - Georgia
18:45 Írland - Gibraltar

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group F
18:45 Færeyjar - Noregur
18:45 Spánn - Svíþjóð
18:45 Malta - Rúmenía

EUROPEAN CHAMPIONSHIP: QR, Group G
18:45 North Macedonia - Austurríki
18:45 Pólland - Israel
18:45 Latvia - Slovenia
Athugasemdir
banner
banner
banner