Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Pollamótið 
Skráning á skemmtilegasta mót sumarsins í fullum gangi
Virkilega góður andi á mótinu og stemningin góð.
Virkilega góður andi á mótinu og stemningin góð.
Mynd: Pollamótið
Mynd: Pollamótið
37. Pollamót Þórs fer fram á Þórssvæðinu á Akureyri dagana 5. og 6. júlí og er skráning í fullum gangi.

Dagskrá Pollamótsins 2024 verður svipuð og undanfarin ár nema örlítið meira verður lagt í föstudagskvöldið í Hamri en venjulega. Það verður partí á pallinum í Hamri þar sem Ingó Veðurguð stýrir skemmtuninni.

Fótboltinn verður með hefðbundnu sniði, spilað um það bil frá kl 9-18 á föstudag og 9-17 á laugardag. Úrslitaleikir í deildum verða spilaðir á bilinu kl. 14-17 á laugardag, en þó ekki víst að það verði úrslitaleikir í öllum deildum.

Leikið er í fjórum aldursflokkum karla (28 ára og eldri upp í 50 ára og eldri) og þremur aldursflokkum kvenna (20 ára og eldri upp í 35 ára og eldri).

Á laugardagskvöldið verður Pallaball í Boganum þar sem Páll Óskar og Blaz Roca stíga á svið.

Skráningar fara fram á vef mótsins.. Fyrir þá sem vilja senda inn fyrirspurnir er bent á netfang mótsins: [email protected].

Skráningarfrestur er til 30. júní og verður hægt að nálgast leikjaniðurröðunina í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner