Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 10. júlí 2018 21:02
Rögnvaldur Már Helgason
Ólafur: Töpuðum fyrir betra liði í dag
,,Brattari brekka núna
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara eins og alltaf þegar við töpum leik, það eru vonbrigði og búið að vera full mikið af þeim í sumar. Við bara töpuðum fyrir betra liði í dag, þær áttu mikið betri leik og þetta var sanngjarn sigur af þeirra hálfu. Við verðum að viðurkenna það," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Stjarnan

Stjarnan hefði getað komið sér í betri stöðu í toppbaráttunni en nú er ljóst að það þarf mikið til ef þær ætla að gera atlögu að meistaratitlinum.

„Það verður brattari brekka sem verðum að fara en við erum bara búin að ákveða það að við tökum einn leik fyrir í einu í þessu og við verðum bara að sjá hvað gerist í haust. Við getum ekki verið að velta fyrir okkur hvað hin liðin eru að gera og við erum í erfiðu og skemmtilegu prógrammi núna í júlí. Þannig að það er bara undir okkur komið að standa okkur og sjá hvað við fáum mörg stig út úr því," sagði Ólafur.

Hann segir að leikurinn hafi heilt yfir verið slæmur af þeirra hálfu og þá sérstaklega fyrri partur seinni hálfleiks. Harpa Þorsteinsdóttir fer snemma út af meidd og Katrín Ásbjörnsdóttir var á bekknum en gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

„Þannig er fótboltinn og þú þarft að hafa hóp í það að spila ef þú ætlar að vera í toppbaráttunni og við náðum ekki að standa undir því í dag, við viðurkennum það. Við söknuðum þeirra, en það er bara okkar mál."

Ólafur á ekki von á miklum breytingum í glugganum, en sjá má allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner