Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fös 10. júlí 2020 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Leó til í FH eða KR næst: Fórum létt með þær síðast
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka, var kampakátur eftir 7-1 sigur á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. á Ásvöllum í kvöld.

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og settu í fluggírinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Haukar 7 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

„Það er gott að komast áfram, það var markmiðið að fara í 8-liða úrslit. Ég er fyrst og fremst glaður með það," sagði Jakob í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark og staðan varð 3-1, en við skorum í næstu sókn. Stelpurnar voru staðráðnar í að halda áfram og ekki láta þetta mark koma í bakið á okkur. Við unnum flottan sigur í deildinni og það var gott að fá mörk í dag."

Haukar verða eitt af tveimur liðum sem leikur ekki í Pepsi Max-deildinni í 8-liða úrslitunum. Nágrannar Hauka í FH eru komnar áfram og það er möguleg viðureign.

„Við fórum létt með þær síðast þannig að eigum við ekki að segja að það væri bara príma?" sagði Jakob um það að mæta mögulega FH og bætti hann við: „Það væri líka gaman að fá KR-ingana."

Melissa Alison Garcia fór meidd af og telur Jakob það ekki líta vel út. Hún var borin af velli. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner