Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Allt sauð upp úr eftir leik á Egilsstöðum
Recoe Martin (til hægri) skoraði og fékk rautt á miðvikudaginn.
Recoe Martin (til hægri) skoraði og fékk rautt á miðvikudaginn.
Mynd: Einherji
Einherji sigraði Hött/Hugin á miðvikudagskvöldið í 3. deild karla. Leikið var á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum.

Leikar enduðu með 1-2 sigri gestanna. Eiríkur Þór Bjarkason kom heimamönnum yfir snemma leiks en þeir Recoe Reshan Martin og Todor Hristov svöruðu fyrir Einherja seint í leiknum.

Þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós. Eitt á 90. mínútu og tvö eftir leik. Það voru þeir Recoe Reshan Martin og Sigurður Vopni Vatnsdal sem fengu rautt hjá Einherja og Ramiro David De Lillo sem fékk rautt hjá heimamönnum.

Myndband af mörkunum og spjöldunum má sjá hér að neðan en fyrsta rauða spjaldið kom til vegna grófrar tæklingar en svo urðu stimpingar milli manna eftir leik.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner