Lyngby gæti reynt að fá Eið Aron Sigurbjörnsson, varnarmann Vestra, í sínar raðir. Ekkert tilboð hefur borist í leikmanninn en það virðist vera einhver áhugi frá danska félaginu.
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir félagið ekkert hafa heyrt beint frá Lyngby á þessum tímapunkti. „Ég get samt skilið ef þeir vilja fá hann, Eiður Aron er frábær leikmaður."
Það var þjálfarinn, Davíð Smári Lamude, sem fékk fyrirspurn varðandi Eið Aron frá erlendum umboðsmanni. „Hann er okkar lykilleikmaður, þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir Eið. Það kom símtal á þá leið að Lyngby væri í leit að reynslumiklum hafsent. Ef það kemur svo tilboð þá er áhuginn raunverulegur. Þeim er velkomið að gera tilboð ef þeim er alvara með Eið, það er eins með öll félög og alla aðra leikmenn hjá okkur."
„Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefði hann ekki átt jafnmarga leiki á Íslandi og raunin er; rúmlega 350 KSÍ leikir sem mér finnst eiginlega galið. Mér finnst Eiður sjaldan fá það hrós sem hann á skilið, það hefur orðið mikill viðsnúningur á hans ferli eftir að hann kom hingað eftir erfið ár hjá ÍBV, við höfum hjálpað honum og hann hjálpað okkur. Ég held að það sé ekkert lið í efstu deild sem geti sagt að það sé með betri miðverði en Eið Aron," segir Davíð Smári við Fótbolta.net og bætir við:
„Eiður er ekki fyrsti leikmaðurinn sem kemur hingað vestur og nær að sýna sýnar bestu hliðar, í flestum tilfellum eru það ungir leikmenn en allt er hægt ef menn leggja sig fram."
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir félagið ekkert hafa heyrt beint frá Lyngby á þessum tímapunkti. „Ég get samt skilið ef þeir vilja fá hann, Eiður Aron er frábær leikmaður."
Það var þjálfarinn, Davíð Smári Lamude, sem fékk fyrirspurn varðandi Eið Aron frá erlendum umboðsmanni. „Hann er okkar lykilleikmaður, þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir Eið. Það kom símtal á þá leið að Lyngby væri í leit að reynslumiklum hafsent. Ef það kemur svo tilboð þá er áhuginn raunverulegur. Þeim er velkomið að gera tilboð ef þeim er alvara með Eið, það er eins með öll félög og alla aðra leikmenn hjá okkur."
„Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefði hann ekki átt jafnmarga leiki á Íslandi og raunin er; rúmlega 350 KSÍ leikir sem mér finnst eiginlega galið. Mér finnst Eiður sjaldan fá það hrós sem hann á skilið, það hefur orðið mikill viðsnúningur á hans ferli eftir að hann kom hingað eftir erfið ár hjá ÍBV, við höfum hjálpað honum og hann hjálpað okkur. Ég held að það sé ekkert lið í efstu deild sem geti sagt að það sé með betri miðverði en Eið Aron," segir Davíð Smári við Fótbolta.net og bætir við:
„Eiður er ekki fyrsti leikmaðurinn sem kemur hingað vestur og nær að sýna sýnar bestu hliðar, í flestum tilfellum eru það ungir leikmenn en allt er hægt ef menn leggja sig fram."
Eiður Aron hefur verið einn allra besti varnarmaður Bestu deildarinnar í ár en Vestri spilar besta varnarleik deildarinnar; liðið einungis fengið á sig 13 mörk í 14 leikjum.
Eiður Aron er 35 ára miðvörður sem er á sínu öðru tímabili hjá Vestra. Eyjamaðurinn hefur einnig spilað með ÍBV og Val á Íslandi. Hann þekkir það ágætlega að spila erlendis en hann var hjá Örebro í Svíþjóð, Sandnes Ulf í Noregi og Holstein Kiel í Þýskalandi. Samningur hans við Vestra rennur út eftir tímabilið.
Lyngby féll úr úrvalsdeildinni í vor og virðist vera að landa Ísaki Snæ Þorvaldssyni á láni frá Rosenborg. Íslandstengingin hjá félaginu er sterk en eftir að Sævar Atli Magnússon fór til Brann í sumar var enginn íslenskur leikmaður eftir í hópnum.
Framundan hjá Vestra er risastór leikur gegn Fram, undanúrslitaleikur í Mjólkurbikarnum, sem fram fer á Ísafirði á laugardag.
Athugasemdir