Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
banner
   mið 18. júní 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var auðvitað í skýjunum með að hafa komið liðinu áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins er það lagði Þór, 2-0, á Kerecis vellinum á Ísafirði í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Frammistaða Vestra var fagmannleg að sögn Davíðs, en bæði mörk liðsins komu með sex mínútna millibili í fyrri hálfleiknum og náðu heimamenn að gera vel að sigla þessu heim.

„Sáttur að vera kominn áfram. Þetta eru snúnir leikir þessir bikarleikir, þannig maður er bara hrikalega sáttur með það og fagmannleg frammistaða frá Vestramönnum,“ sagði Davíð við Fótbolta.net.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið frábær á tímabilinu og kom að báðum mörkum Vestra í kvöld. Davíð sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í frammistöðu Eiðs.

„Eiður er náttúrulega einn af bestu leikmönnum, og ég ætla að leyfa mér að segja það, landsins í augnablikinu og er á toppstað í sínu líkamlega atgervi svo það er ekkert sem kemur á óvart.“

Daði Berg Jónsson var ekki með Vestra í kvöld, en Davíð segir að hann hafi ákveðið að spara hann þar sem hann fann aðeins til fyrir leikinn.

„Við erum aðeins að spara hann. Daði fann eitthvað örlítið til, þannig bara spörum hann og vonandi verður hann klár á sunnudaginn,“ sagði Davíð í lokin.
Athugasemdir
banner