
Þrátt fyrir að íslenska landsliðið sé úr leik á Evrópumótinu þá verða stuðningsmenn Íslands í meirihluta á Stockhorn Arena í Thun í kvöld.
Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum á EM en fyrir leikinn er Ísland úr leik og Noregur búið að vinna riðilinn.
Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum á EM en fyrir leikinn er Ísland úr leik og Noregur búið að vinna riðilinn.
Íslenskir stuðningsmenn hafa verið frábærir á mótinu til þessa og munu án efa styðja vel við bakið á íslenska liðinu í kvöld.
Það er búist við um 8000 áhorfendum á leikinn og þar af eru 1500 íslenskir stuðningsmenn en aðeins 650 norskir stuðningsmenn.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir