Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Mun fleiri stuðningsmenn frá Íslandi þó liðið sé úr leik
Icelandair
EM KVK 2025
Íslenska stuðningsfólkið hefur verið frábært á mótinu.
Íslenska stuðningsfólkið hefur verið frábært á mótinu.
Mynd: EPA
Þrátt fyrir að íslenska landsliðið sé úr leik á Evrópumótinu þá verða stuðningsmenn Íslands í meirihluta á Stockhorn Arena í Thun í kvöld.

Ísland mætir Noregi í lokaleik sínum á EM en fyrir leikinn er Ísland úr leik og Noregur búið að vinna riðilinn.

Íslenskir stuðningsmenn hafa verið frábærir á mótinu til þessa og munu án efa styðja vel við bakið á íslenska liðinu í kvöld.

Það er búist við um 8000 áhorfendum á leikinn og þar af eru 1500 íslenskir stuðningsmenn en aðeins 650 norskir stuðningsmenn.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner