Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. ágúst 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo segir að sigur gegn Rangers minnki líkur á félagsskiptum
Mynd: EPA

Framherjinn eftirsótti Cody Gakpo gerði frábæra hluti með PSV Eindhoven á síðustu leiktíð og er Manchester United að reyna að kaupa hann frá félaginu.


Rauðu djöflarnir eru í leit að framherja og er röðin komin að Gakpo eftir að önnur skotmörk gengu ekki upp.

Það er þó ekki víst að Gakpo yfirgefi PSV í sumar þar sem hann segist vera spenntur fyrir möguleikanum að spila með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust.

PSV sló Mónakó út í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi eftir framlengda viðureign og mætir Rangers í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni. Takist PSV að sigra þann leik er ólíklegt að Gakpo yfirgefi félagið, að eigin sögn.

„Við þurfum að einbeita okkur að því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - það myndi auka líkurnar á að ég verði hérna áfram," sagði Gakpo eftir sigurinn gegn Mónakó í gær.

„Ég hef aldrei sagt að ég sé að yfirgefa félagið, það eru góðar líkur á að ég verði hérna áfram.

„Ég er alltaf opinn fyrir að setjast niður með stjórninni í kaffibolla - eða kaffi fyrir stjórnina og vatn fyrir mig. Við sjáum til hvernig málin þróast."


Athugasemdir
banner
banner