Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City með Gomez í sigtinu og íhugar líka Guerreiro
Guerreiro
Guerreiro
Mynd: EPA
Manchester City ætlar sér að fá vinstri bakvörð inn fyrir gluggalok og er Sergio Gomez, leikmaður Anderlecht, sagður nálgast samkomulag við City. Enska félagið á þó enn eftir að leggja fram formlegt tilboð í kappann.

Gomez er 21 árs gamall og er gríðarlega sókndjarfur, getur einnig leikið á kantinum.

Möguleiki er á því að City kaupi Gomez en láni hann svo frá sér í kjölfarið til félags sem er í eigu City Group. Girona á Spáni hefur verið nefnt sem mögulegur áfangastaður.

Samkvæmt Sky Sports þá er City einnig að skoða möguleikann á því að fá Raphael Guerreiro sem er leikmaður Dortmund í Þýskalandi.

Guerreiro er 28 ára gamall portúgalskur landsliðsmaður sem kom til Dortmund árið 2016 og hefur frá þeim tíma komið að 71 marki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner