Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Oliver hélt hreinu í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson var seldur til pólska liðsins Tychy í síðasta mánuði frá ÍA. Hann kom við sögu í sínum fyrsta leik þann 27. júlí.

Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Odra Opole á útivelli. Liðið er í 7. sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir í næst efstu deild.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði 79 mínútur gegn Jagiellonia í 5-2 tapi. Cracovia er með 7 stig í 6. sæti eftir fjórar umferðir í efstu deild í Póllandi.

Hilmir Rafn Mikaelsson spilaði fyrri hálfleikinn í 2-1 sigri Viking gegn Sandefjord í norsku deildinni. Stefán Ingi Sigurðarson spilaði 80 mínútur hjá Sandefjord. Viking er á toppnum með 42 stig eftir 19 leiki. Sandefjord er í 6. sæti með 27 stig eftir 17 leiki.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 79 mínútu í 3-2 tapi Sarpsborg gegn Haugesund í efstu deild í Noregi. Sarpsborg er í 10. sæti með 22 stig eftir 17 umferðir.

Hinrik Harðarsson fékk tuttugu mínútur í 1-2 tapi Odd gegn Raufoss í næst efstu deild í Noregi. Odd er í 10. sæti með 22 stig eftir 18 umferðir.

Athugasemdir
banner