Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varamarkvörður Curacao lést degi fyrir leik
Mynd: fcupdate.net
Jarzinho Pieter, varamarkvörður landsliðs Curacao, fannst látinn á hótelherbergi sínu fyrr í dag, aðeins einum degi fyrir seinni leik liðsins gegn Haítí í Þjóðadeildinni.

Curacao vann fyrri leikinn á laugardaginn og mætast liðin aftur annað kvöld í Haítí.

Samkvæmt fregnum frá Haítí var Pieter veikur í gærkvöldi og hélt því snemma heim á hótelið til að fara að sofa.

Í morgun fannst hann látinn uppi í rúminu. Ekki er ljóst hvers vegna hann lést.

Pieter var 31 árs gamall. Hann spilaði allan ferilinn fyrir Centro Dominguito í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner