Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 10. september 2024 13:59
Elvar Geir Magnússon
Fullkrug flýgur til West Ham vegna meiðsla
Þýski landsliðssóknarmaðurinn Niclas Fullkrug er meiddur á hásin og verður ekki með Þýskalandi gegn Hollandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Fullkrug entist aðeins í stundarfjórðung á æfingu í gær og hann er floginn til Lundúna þar sem hann fer í skoðun og meðhöndlun hjá læknateymi West Ham.

Ekki hefur verið gefið út hversu lengi hann verður frá en það er talið harla ólíklegt að hann geti spilað gegn Fulham um komandi helgi.

Fullkrug er 31 árs sóknarmaður sem kom til West Ham frá Borussia Dortmund í sumar.
Athugasemdir