
Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði fyrir leikinn gegn Dönum að hann myndi kaupa jafntefli ef það væri í boði.. Hann fékk ósk sína uppfyllta en Ísland náði markalausu jafntefli með þéttum varnarleik.
,,Þeir seldu þetta í gær. Eftir að hafa talað við þig þá fórum við út í búð og keyptum þetta," sagði Tómas Ingi léttur í bragði eftir leik.
,,Þetta var dýrt fyrir strákana sem voru inn á en fyrir mig var þetta bara stressandi. Það var enginn peningur í þessu."
,,Þeir seldu þetta í gær. Eftir að hafa talað við þig þá fórum við út í búð og keyptum þetta," sagði Tómas Ingi léttur í bragði eftir leik.
,,Þetta var dýrt fyrir strákana sem voru inn á en fyrir mig var þetta bara stressandi. Það var enginn peningur í þessu."
;,Við þurfum að halda betur í boltann á þriðjudaginn. Við misstum hann oft frá okkur í stöðu sem við ætluðum að breika á þá. Við þurfum að bæta það og halda varnarleiknum."
Tómas Ingi kallar eftir því að stuðningsmenn Íslands fjölmenni á síðari leikinn á Laugardalsvelli á þriðjudag klukkan 16:15.
,,Það væri svakalega gaman að fá Tólfuna og alla stuðningsmennina á völlinn. Það voru 200-300 Íslendingar hérna og þeir voru háværari en þessir Danir sem sögðu ekkert."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir