fim 10. október 2019 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Tvö rauð er Írland og Ítalía skildu jöfn í riðli Íslands
Moise Kean gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald.
Moise Kean gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Írland 0 - 0 Ítalía
Rautt spjald: Troy Parrott, Írland ('64), Moise Kean, Ítalía ('64)

Það fór fram einn leikur í riðli Íslands í undankeppni EM U21 liða. Ítalía heimsótti Írland.

Það var hiti í leiknum, en engin mörk voru skoruð.

Um miðbik seinni hálfleiks fóru tvö rauð spjöld á loft. Troy Parrott, sóknarmaður Tottenham, og Moise Kean, sóknarmaður Everton, fengu báðir rauða spjaldið. Parrott ýtti við Kean og ýtti Kean honum á móti. Dómarinn vísaði þeim báðum út af, fyrir heldur litlar sakir.

Lokatölur í þessum leik 0-0. Írland er á toppi riðilsins með 10 stig úr fjórum leikjum. Ítalía hefur fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum.

Ísland er með sex stig, en Íslendingar mæta Svíþjóð ytra á laugardaginn. Ísland mætir svo Írlandi á Víkingsvelli á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner