fim 10. október 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann áfram treyst þrátt fyrir að hafa klúðrað tvisvar í röð
Icelandair
Griezmann í leik gegn Íslandi fyrr á þessu ári.
Griezmann í leik gegn Íslandi fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefur ennþá traustið," segir Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, um Antoine Griezmann.

Griezmann er vítaskytta franska landsliðsins og verður það áfram þrátt fyrir að hafa klúðrað tveimur vítaspyrnum í röð með landsliðinu.

Griezmann klúðraði vítaspyrnu í 3-0 sigri gegn Andorra í síðasta landsleikjaglugga. Hann klúðraði einnig í 4-1 sigri á Albaníu í sama landsliðsverkefni.

Deschamps var spurður að því á blaðamannafundi í Laugardalnum hvort Griezmann væri áfram vítaskytta Heimsmeistaranna.

„Hann er mjög góður í að taka vítaspyrnur. Ég treysti honum þó að aðrir leikmenn geti líka tekið góð víti. Til dæmis Giroud og Mbappe," sagði franski landsliðsþjálfarinn.

Leikur Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 er annað kvöld og hefst hann klukkan 18:45.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hvernig verður miðjan?
Líklegt byrjunarlið Frakka - Stjörnuprýtt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner