Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 10. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Theódór veðurfræðingur: Fínasta fótbolta- og haustveður
Icelandair
Theódór og sonur hans á leik á Laugardalsvelli.
Theódór og sonur hans á leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Úr einkasafni
„Það er fínasta fótbolta- og haustveður í kortunum," segir veðurfræðingurinn Theódór Hervarsson um veðurspána fyrir leik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli klukkan 18:45 annað kvöld.

Frakkar hafa rætt um íslenska haustveðrið í aðdraganda leiksins en bæði Olivier Giroud og markvörðurinn Steven Mandanda hafa talað um það. Spáin er hins vegar nokkuð góð fyrir morgundaginn miðað við október.

„Spárnar eru sammála um að vindur verði hægur í Laugardalnum og ekki verði þörf fyrir regnfatnað. Það verður þó ekkert sérlega hlýtt. Þar erum við að tala um 5-6 gráður þegar flautað verður til leiks, en hitinn gæti svo skriðið niður að 3 gráðum í leikslok. Það er því um að gera að koma klæddur í það dæmi. Eða vera kannski virkari í stuðningnum og halda þannig á sér hita," sagði Theodór.

Ísland mætir Andorra á mánudagskvöld en spáin þá er ekki jafn góð. „Það eru meiri líkur á hressilegum blæstri á mánudag og jafnvel að eitthvað geti rignt. Ætti samt að sleppa allt saman, ekkert tímamótaveður þar á ferð."

Að lokum fengum við spá frá Theódór fyrir leikinn annað kvöld. „Ég er því miður svartsýnn fyrir okkar hönd, í ljósi þess að Aron Einar er meiddur og nokkuð margir af lykilmönnum liðsins ekki í formi. Segi 1-3, Kolbeinn setur okkar eina mark af gömlum vana, en þetta verður ströggl. Þessi spá má reyndar fara lóðbeint í vaskinn mín vegna," sagði veðurfræðingurinn Theódór Hervarsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner