Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. október 2021 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efnilegastar 2021 - Fá að fagna þessu saman
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru margar mjög efnilegar fótboltastelpur í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hlaðvarpið Heimavöllurinn valdi nokkrar til að deila verðlaununum fyrir efnilegasta leikmanninn 2021.

Sjá einnig:
Heimavöllurinn: PEPSI MAX UPPGJÖR 2021

„Það voru nokkur nöfn sem maður var að horfa í. Hildigunnur hjá Stjörnunni, Olla og Andrea hjá Þrótti, Þóra Björg hjá ÍBV og Áslaug Dóra hjá Selfossi. Mín niðurstaða var Andrea Rut. Hún var að skila mörkum og tók miklum framförum," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

„Ég get alveg verið sammála þessu. Það eru margir leikmenn sem koma til greina," sagði Helga Katrín Jónsdóttir.

„Við ætlum ekki að velja efnilegasta. Við ætlum bara að gefa þessum leikmönnum sem við nefndum hrós. Þetta voru þær sem voru fremstar meðal jafningja," sagði Hulda Mýrdal.

Efnilegastar 2021:
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)

Hulda nefndi einnig Jelenu Tinnu Kujundzic, varnarmann Þróttar. „Þær fá að fagna þessu saman."

Sjá einnig:
Úrvalslið og þjálfari ársins
Best 2021 - Sú sem stóð upp úr hjá meisturunum
Heimavöllurinn: PEPSI MAX UPPGJÖR 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner