Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. október 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að liðið þurfi á stuðningi úr stúkunni að halda
Icelandair
Birkir þakkar fyrir stuðninginn eftir síðasta leik.
Birkir þakkar fyrir stuðninginn eftir síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hvetur fólk til að koma á völlinn og styðja landsliðið gegn Liechtenstein í undankeppni HM á morgun.

Það voru 1697 áhorfendur á leiknum gegn Armeníu síðasta föstudag; alls ekki góð mæting. Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki þessu; döpur stigasöfnun í riðlinum, íslenska haustveðrið, neikvæð umræða í tengslum við liðið og sitthvað fleira.

Í gegnum árangurinn magnaða frá 2011 til 2019, þá var stuðningurinn við liðið ótrúlegur og ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel. Í dag er staðan önnur.

Birkir vonast til þess að fólk flykkist á völlinn á morgun. „Við erum orðnir góðu vanir; fullan völl og læti. Ég vona að sem flest fólk mæti á leikinn og styðji okkur."

„Við þurfum á því að halda," sagði Birkir.

Fram kom á fréttamannafundinum að 1500 miðar væru farnir úr kerfinu.

Sjá einnig:
Ert þú tólfta manneskjan?
Athugasemdir
banner
banner