Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 10. október 2022 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Berglind Björg: Ég viðurkenni að þær komu mér pínu á óvart
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur framundan.
Það er stórleikur framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið frábærir. Við höfum náð að æfa vel og undirbúa okkur vel fyrir þennan leik," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

„Í byrjun vissum við ekki hvað við vorum að undirbúa okkur fyrir, en þetta er búið að vera frábær tími."

Landsliðið kom til Porto í gærkvöldi eftir að hafa verið í æfingabúðum á Algarve í nokkra daga.

Á Algarve komst liðið að því að andstæðingurinn í umspilinu fyrir HM er Portúgal og því var flogið innanlands yfir til Porto þar sem liðið æfir á keppnisvellinum í dag.

Á morgun spilar Ísland einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er við mætum Portúgal á útivelli. Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Portúgal vann sigur gegn Belgíu til þess að komast inn í þennan leik, en þær voru mun sterkari aðilinn í þeim leik.

„Við horfðum allar saman á leikinn, Portúgal - Belgía, og það er virkilega spennandi leikur framundan. Ég viðurkenni að þær komu mér pínu á óvart, en þær stóðu sig gríðarlega vel á EM og eru með mjög gott lið. Það verður áskorun að spila á móti þeim."

Mjög góður tími í París
Berglind er núna samningsbundin Paris Saint-Germain, sem er eitt stærsta félagsliðið í Frakklandi. Hún segir að tíminn í París sé búinn að vera góður.

„Tíminn er búinn að vera mjög góður. Það er mjög gaman að æfa með heimsklassa leikmönnum og við topp aðstæður. Ég er gríðarlega sátt," sagði Berglind.

Væri hún til í að vera búin að spila meira?

„Já, klárlega. En þetta er þolinmæðisvinna. Maður labbar ekki inn í svona lið. Þrátt fyrir lítinn spiltíma er þetta búið að vera frábært og góðar æfingar. Tíminn mun koma," segir Berglind sem hefur ekki haft mikinn tíma til að skoða París. „Þetta er æðisleg borg."

Hver stórleikurinn á fætur öðrum
„Það er alltaf gaman að koma hingað og hitta fólkið sitt. Að vera í þessu umhverfi er draumur," segir Berglind um það að koma aftur í landsliðið.

Liðið er búið að spila marga stórleiki upp á síðkastið; Frakkland á EM, Holland í síðasta mánuði og núna Portúgal.

„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta. Maður vill spila þessa stóru leiki. Þetta er bara draumur."

Er liðið búið að liggja yfir Portúgölunum síðustu daga?

„Við leikmennirnir erum ekki búnar að gera það, en ég býst við að Steini og félagar séu búnir að vera að gera það. Davíð Snorri var með fund um Portúgal fyrir nokkrum dögum og við fengum sýn á það hvernig þær spila og svona. Það verður fundur í kvöld með Steina," segir Berglind en hvernig eru möguleikarnir?

„Við þurfum að eiga toppleik og sýna hvað við erum góðar í. Þá efast ég ekki um að við komumst á EM, nei HM!" sagði Berglind og hló en allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir