Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mán 10. október 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Dagný: Vona innilega að allt sé þegar þrennt er á þessu ári
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við tókum okkar helsta undirbúning á Algarve og flugum yfir til Porto í gær," segir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðið kom til Porto í gærkvöldi eftir að hafa verið í æfingabúðum á Algarve í nokkra daga.

Á Algarve komst liðið að því að andstæðingurinn í umspilinu fyrir HM er Portúgal og því var flogið innanlands yfir til Porto þar sem liðið æfir á keppnisvellinum í dag.

Á morgun spilar Ísland einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er við mætum Portúgal á útivelli. Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Það var mjög þægilegt að vera á Algarve, gott veður og mikil sól. Við vorum í íbúðum og það var ágætis breyting frá hótel lífinu. Við erum margar búnar að vera undir miklu leikjaálagi og það var held ég ágætt að taka ekki vináttuleik eins og einhverjar þjóðir voru að gera. Við höfum nýtt æfingarnar vel og undirbúið okkur sem best," segir Dagný.

Konchesky með á æfingum
Dagný leikur með West Ham á Englandi og tímabilið er nýbyrjað á Englandi. Dagný skoraði á dögunum í svekkjandi tapi gegn Chelsea.

„Við byrjuðum á erfiðum leikjum og höfum unnið einn af þremur. Við spiluðum við tvö af toppliðunum. Það hefur gengið fínt en maður vill alltaf gera betur."

„Auðvitað er maður í þessu til að bera sig saman við þá bestu og spila stærstu leikina, en ég viðurkenni að manni langar að fara að vinna þessa leiki."

Þjálfari West Ham er Paul Konchesky, fyrrum bakvörður Liverpool, West Ham og fleiri félaga.

„Hann er mjög skemmtilegur og getur kennt manni mikið. Það er öðruvísi að vera með þjálfara sem á svona stóran feril, með mikla reynslu og þekkir leikinn vel. Mér finnst frábært að hafa einhvern sem getur sett sig í spor leikmanna því það er svo stutt síðan hann lagði skóna á hilluna. Hann er líka með gott fólk í kringum sig til að aðstoða sig."

„Hann er reglulega með á æfingum sem er gaman, en ég viðurkenni að maður á þá ekki mikinn séns. Hann er enn mjög góður í fótbolta," sagði Dagný létt.

Spennt fyrir Portúgal
Svo er það Portúgal á morgun. Þær unnu Belgíu til að komast í þennan leik og litu gríðarlega vel út þar.

„Mér líst mjög vel á hann. Þetta eru ákveðin forréttindi þetta árið. Við erum búnar að spila stórleik á móti Frakklandi, svo aftur á móti Hollandi og svo aftur núna á móti Portúgal. Þetta eru stórleikir með stuttu millibili. Hinir leikirnir fóru okkur ekki í hag og það er vond tilfinning. Við ætlum að snúa þeim tilfinningum í eitthvað betra á móti Portúgal. Þetta leggst vel í okkur," segir Dagný og bætir við að íslenska liðið þurfi að eiga sinn besta leik á morgun.

„Ég vona innilega að allt sé þegar þrennt er á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner