Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mán 10. október 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Dagný: Vona innilega að allt sé þegar þrennt er á þessu ári
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við tókum okkar helsta undirbúning á Algarve og flugum yfir til Porto í gær," segir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðið kom til Porto í gærkvöldi eftir að hafa verið í æfingabúðum á Algarve í nokkra daga.

Á Algarve komst liðið að því að andstæðingurinn í umspilinu fyrir HM er Portúgal og því var flogið innanlands yfir til Porto þar sem liðið æfir á keppnisvellinum í dag.

Á morgun spilar Ísland einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er við mætum Portúgal á útivelli. Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Það var mjög þægilegt að vera á Algarve, gott veður og mikil sól. Við vorum í íbúðum og það var ágætis breyting frá hótel lífinu. Við erum margar búnar að vera undir miklu leikjaálagi og það var held ég ágætt að taka ekki vináttuleik eins og einhverjar þjóðir voru að gera. Við höfum nýtt æfingarnar vel og undirbúið okkur sem best," segir Dagný.

Konchesky með á æfingum
Dagný leikur með West Ham á Englandi og tímabilið er nýbyrjað á Englandi. Dagný skoraði á dögunum í svekkjandi tapi gegn Chelsea.

„Við byrjuðum á erfiðum leikjum og höfum unnið einn af þremur. Við spiluðum við tvö af toppliðunum. Það hefur gengið fínt en maður vill alltaf gera betur."

„Auðvitað er maður í þessu til að bera sig saman við þá bestu og spila stærstu leikina, en ég viðurkenni að manni langar að fara að vinna þessa leiki."

Þjálfari West Ham er Paul Konchesky, fyrrum bakvörður Liverpool, West Ham og fleiri félaga.

„Hann er mjög skemmtilegur og getur kennt manni mikið. Það er öðruvísi að vera með þjálfara sem á svona stóran feril, með mikla reynslu og þekkir leikinn vel. Mér finnst frábært að hafa einhvern sem getur sett sig í spor leikmanna því það er svo stutt síðan hann lagði skóna á hilluna. Hann er líka með gott fólk í kringum sig til að aðstoða sig."

„Hann er reglulega með á æfingum sem er gaman, en ég viðurkenni að maður á þá ekki mikinn séns. Hann er enn mjög góður í fótbolta," sagði Dagný létt.

Spennt fyrir Portúgal
Svo er það Portúgal á morgun. Þær unnu Belgíu til að komast í þennan leik og litu gríðarlega vel út þar.

„Mér líst mjög vel á hann. Þetta eru ákveðin forréttindi þetta árið. Við erum búnar að spila stórleik á móti Frakklandi, svo aftur á móti Hollandi og svo aftur núna á móti Portúgal. Þetta eru stórleikir með stuttu millibili. Hinir leikirnir fóru okkur ekki í hag og það er vond tilfinning. Við ætlum að snúa þeim tilfinningum í eitthvað betra á móti Portúgal. Þetta leggst vel í okkur," segir Dagný og bætir við að íslenska liðið þurfi að eiga sinn besta leik á morgun.

„Ég vona innilega að allt sé þegar þrennt er á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner