Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 21:34
Brynjar Ingi Erluson
„Ef Messi væri varnarmaður þá væri hann einn sá besti í heiminum“
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er einn og ef ekki besti sóknarsinnaði leikmaður sem uppi hefur verið, en fyrrum liðsfélagi hans í argentínska landsliðinu heldur því fram að ef hann væri varnarmaður þá væri hann líka í sérflokki.

Messi hefur átta sinnum verið valinn bestur á Gala-kvöldi Ballon d'Or og er þá markahæsti leikmaður í sögu Barcelona.

Hann hefur skorað 870 mörk á ferli sínum, en Javier Mascherano, fyrrum samherji hans hjá Barcelona og argentínska landsliðsins, er viss um að ef Messi spilaði vörn þá væri hann einn og ef ekki sá besti í heiminum.

„Ef Messi væri varnarmaður þá væri hann líklega einn af þeim bestu í heiminum. Það er ómögulegt að komast framhjá honum og stundum þegar við spiluðum einn á einn á æfingum hjá Barcelona þá var það bara ekki hægt.“

„Við áttum ekki séns. Sóknarmenn vita stundum hvernig á að verjast og Leo gerði það mjög vel. Hann var ótrúlega fljótur sem gerði manni erfitt fyrir að rekja boltann framhjá honum,“
sagði Mascherano í viðtali við Shoot For Love.
Athugasemdir
banner