Erling Braut Haaland er markahæsti leikmaður í sögu norska karlalandsliðsins en metið setti hann í kvöld í leik gegn Slóveníu í Þjóðadeildinni.
Haaland, sem er aðeins 24 ára gamall, var með 32 mörk fyrir leikinn í kvöld, einu marki á eftir Jörgen Juve.
Framherjinn jafnaði metið á 7. mínútu eftir stoðsendingu Antonio Nusa og bætti það síðan er hann gerði þriðja mark Norðmanna á 62. mínútu.
Haaland er því kominn með 34 mörk í aðeins 36 landsleikjum. Hreint út sagt ótrúlegt afrek hjá Man City-manninum.
HISTORY HAS BEEN MADE!????
— Football Norway (@NorwayFooty) October 10, 2024
ERLING BRAUT HAALAND IS NORWAY'S ALL TIME TOP GOALSCORER!!! ????
36games. 34 goals. ??
WHAT A PLAYER. ???????? pic.twitter.com/eLIwB8kF4s
Athugasemdir