Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Haaland orðinn markahæstur í sögu norska landsliðsins
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er markahæsti leikmaður í sögu norska karlalandsliðsins en metið setti hann í kvöld í leik gegn Slóveníu í Þjóðadeildinni.

Haaland, sem er aðeins 24 ára gamall, var með 32 mörk fyrir leikinn í kvöld, einu marki á eftir Jörgen Juve.

Framherjinn jafnaði metið á 7. mínútu eftir stoðsendingu Antonio Nusa og bætti það síðan er hann gerði þriðja mark Norðmanna á 62. mínútu.

Haaland er því kominn með 34 mörk í aðeins 36 landsleikjum. Hreint út sagt ótrúlegt afrek hjá Man City-manninum.


Athugasemdir
banner
banner