Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 10. október 2024 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd undirbýr tilboð í Muani - Saliba til Real
Powerade
Kolo Muani til Manchester?
Kolo Muani til Manchester?
Mynd: EPA
Saliba er einn allra besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Saliba er einn allra besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Jacob Ramsey er eftirsóttur
Jacob Ramsey er eftirsóttur
Mynd: EPA
Randal Kolo Muani, William Saliba og Victor Osimhen eru á meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tekur saman það helsta og samantektin er í boði Powerade.



Man Utd hefur undirbúið 58,6 milljóna punda tilboð í Randal Kolo Muani (25) framherja PSG. (Fichajes)

Real Madrid vill fá William Saliba (23) næsta sumar. Hann er með efstu nöfnum á óskalistanum og er Real þegar búið að setja sig í samband við kappann. (Le 10 Sport)

Galatasaray mun reyna að kaupa Victor Osimhen (25) frá Napoli en hann er nú á láni í Tyrklandi. Chelsea hefur áfram áhuga. Verðmiðinn er 68 milljónir punda. (Corriere dello Sport)

Man City íhugar að kaupa Diogo Costa (25) frá Porto til að taka við af Ederson. Portúgalinn kostar 63 milljónir punda. (Caught Offside)

Man Utd hefur sett Ben Chilwell (27) vinstri bakvörð Chelsea efst á verslunarlistann fyrir janúar. (Teamtalk)

Erik ten Hag er að undirbúa næsta leik United gegn Brentford eftir að ráðamenn hjá félaginu funduðu í vikunni. (ESPN)

Martin Zubimendi hefur endurtekið að hans vilji sé að vera áfram hjá Real Sociedad eftir sögusagnir um áhuga Man City. (Mirror)

Crystal Palace er að reyna fá Bazoumana Toure (18) sem er leikmaður Hammarby. Man Utd og Celtic hafa einnig áhuga á framherjanum frá Fílabeinsströndinni. (Give Me Sport)

Arsenal mun skoða að fá framherja í janúarglugganum þrátt fyrir góða byrjun Kai Havertz (25) á tímabilinu. (Football Insider)

Virgil van Dijk (33) er næstur á lista Liverpool yfir menn sem fá tilboð um nýjan samning eftir að framlengt var við Ibrahima Konate (25). (Teamtalk)

Arsenal, Tottenham og Newcastle hafa öll áhuga á Jacob Ramsey (23) miðjumanni Aston Villa. (Give Me Sport)

Newcastle gæti selt Callum Wilson (32) í janúar til að búa til svigrúm fyrir kaupum á nýjum framherja. (Football Insider)

Marseille er í viðræðum við Paul Pogba (31) sem getur byrjað að spila aftur í mars eftir leikbann. (Mirror)

Pogba mun fá samningi sínum við Juventus rift. (Fabrizio Romano)

Ryan Mason, aðstoðarþjálfari Tottenhma, tekur ekki við Anderlecht. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner