Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 10:36
Magnús Már Einarsson
17 ára Bellingham valinn í enska landsliðshópinn
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham hefur verið valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti.

Bellingham hefur staðið sig vel með Borussia Dortmund á þessu tímabili en hann kom til félagsins frá Birmingham í sumar.

Hann kemur inn í hópinn eftir að James Ward-Prowse og Trent Alexander-Arnold drógu sig út vegna meisðla.

Einnig er óvíst hvort Marcus Rashford, framherji Manchester United, verði með í komandi leikjum vegna meiðsla.

Englendingar mæta Írum í vináttuleik á fimmtudag áður en þeir leika við Belgíu og Ísland í Þjóðadeildinni. Möguleiki er á að leikurinn við Ísland fari fram í Albaníu vegna ferðabanns til Englands frá Danmörku en það myndi hafa áhrif á ferðalag íslenska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner