Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. nóvember 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan meinti ekkert með myndinni: Langaði að pirra Svía
Zlatan elskar að rugla í fólki
Zlatan elskar að rugla í fólki
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic lætur sér ekki leiðast á milli leikja á Ítalíu en hann ákvað að kveikja aðeins í heimamönnum er hann birti mynd af sér í sænsku landsliðstreyjunni á dögunum.

Zlatan er heitasti framherji ítölsku deildarinnar á þessu tímabili en hann hefur gert átta mörk og lagt upp eitt í fimm deildarleikjum.

Svíar hafa kallað eftir því að Janne Andersson taki Zlatan aftur inn í hópinn og virtist Zlatan ýja að því að hann yrði í hópnum fyrir leikina í nóvember en svo var ekki.

Hann gerði svipað fyrir HM 2018 er hann kom í spjallþætti Jimmy Fallon og staðfesti að hann væri á leið á heimsmeistaramótið og ákvað þannig að setja aukna pressu á Janne að velja hann.

Janne kom auðvitað af fjöllum og sagðist ekki hafa verið í sambandi við Zlatan en framherjinn útskýrði þessa hegðun í samtali við DPlay og Sky.

„Nei, það var engin meining á bakvið þetta. Ég var bara að reyna að pirra fólk í Svíþjóð, sagði Zlatan um myndina í viðtali við Sky eftir 2-2 jafnteflið gegn Hellas Verona.

„Ég hætti að spila með landsliðinu daginn sem ég ákvað að leggja skóna á hilluna en svo kom HM upp og þá byrjaði umræða að ég ætti að snúa aftur. Ég hafði gaman af því og lék mér aðeins að fjölmiðlum og Janne varð stressaður. Það er bara fínt því þá getur hann skilið hvernig ég lifi á hverjum degi. Þegar fjölmiðlar eru með augun á þér allan sólarhringinn og ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég aldrei að fara taka skóna af hillunni," sagði hann í viðtali við DPlay.
Athugasemdir
banner