Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 10. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naby Keita til Ungverjalands (Staðfest)
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Naby Keita hefur skrifað undir samning við Ferencvaros í Ungverjalandi. Hann kemur þangað á láni frá Werder Bremen.

Keita er aðeins 29 ára gamall og lék fyrir Liverpool í fimm ár áður en hann skipti yfir til Werder Bremen á frjálsri sölu í fyrrasumar.

Keita kom við sögu í 129 leikjum með Liverpool en hefur ekki gengið vel frá félagaskiptunum til Bremen.

Keita hefur aðeins tekið þátt í fimm leikjum á einu og hálfu ári hjá Werder Bremen og mun nú reyna fyrir sér hjá Ferencváros sem hefur verið langbesta liðið í Ungverjalandi undanfarin ár.

Keita var á síðustu leiktíð valinn versti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Hann kom sér síðan í ónáð er hann neitaði að ferðast með liðinu í útileik gegn Bayer Leverkusen og átti ekki afturkvæmt eftir það.

Ferencváros er búið að vinna ungversku deildina sex ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner