Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 11:07
Elvar Geir Magnússon
Landsleikurinn gegn Svíþjóð ekki í íslensku sjónvarpi
Icelandair
Khalifa leikvangurinn glæsilegi.
Khalifa leikvangurinn glæsilegi.
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:45 hefst vináttulandsleikur Íslands og Svíþjóðar í Doha í Katar. Leikurinn fer fram á Khalifa leikvangnum en það er eini HM völlurinn fyrir 2022 sem er tilbúinn.

Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands og má sjá það með því að smella hér. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því eru langflestir af okkar bestu mönnum ekki til taks í verkefnið.

Sænska sjónvarpið sýnir leikinn í beinni útsendingu en hann er þó ekki sýndur í íslensku sjónvarpi. Stöð 2 Sport á réttinn á vináttulandsleikjum Íslands en hann var ekki nýttur að þessu sinni.

Á þriðjudaginn leikur Ísland svo gegn Eistlandi en sá leikur verður heldur ekki sýndur í beinni.

Báðir leikir verða þó i beinum textalýsingum frá fréttamönnum Fótbolta.net í Katar

Sjá einnig:
Ísland spilar á eina HM leikvangnum sem er tilbúinn
Athugasemdir
banner
banner