Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. janúar 2019 20:47
Elvar Geir Magnússon
Doha
Ísland leikur á eina HM leikvangnum sem er tilbúinn
Icelandair
Hinn glæsilegi Khalifa leikvangur.
Hinn glæsilegi Khalifa leikvangur.
Mynd: Getty Images
Það verður alvöru upplifun fyrir leikmenn í íslenska landsliðshópnum á föstudag þegar leikinn verður vináttulandsleikur gegn Svíþjóð í Doha í Katar.

Leikurinn fer fram á Khalifa leikvangnum sem staðsettur er við Aspire svæðið. Það er eini leikvangurinn af þeim átta sem notaðir verða á HM 2022 sem er tilbúinn.

Fyrsti æfingadagur íslenska landsliðsins í Katar var í dag en hópurinn æfði við hlið Khalifa leikvangsins.

Leikvangurinn var endurnýjaður vegna mótsins og lauk framkvæmdum 2017. Hann tekur nú um 40 þúsund manns en ljóst er að hann verður ansi tómlegur á föstudag!

Leikvangurinn er háþróaður en í honum er meðal annars kælibúnaður til að vernda leikmenn og áhorfendur ef hitastigið keyrir fram úr hófi.

Ísland mætir svo Eistlandi á þriðjudaginn í næstu viku en hann fer fram á Al Sadd leikvangnum sem notaður er í katörsku deildinni. Sá leikvangur tekur 13 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner