Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. janúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola efast um að leikmenn geti sleppt því að fagna
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það verði erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum í leikjum.

Harðar aðgerðir eru í gangi vegna kórónuveirunnar á Englandi en ennþá er spilað í efstu deildum fótboltans.

Harðar sóttvarnarreglur eru í kringum leiki og leikmenn hafa meðal annars fengið þau fyrirmæli að fagna ekki mörkum saman.

„Við munum fylgja nýju reglunum en þegar einhver skorar mark þá er er ég ekki viss um að menn geti haft stjórn á sér og sleppt því að fagna," sagði Guardiola.

„Ég veit ekki hvað gerist en þegar einhver skorar, fögnuðurinn, ég veit ekki hvort einhver hugsar 'Ég má ekki faðma félaga minn í tvær eða þrjár sekúndur."
Athugasemdir
banner
banner