Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 11. janúar 2022 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Rúv.is 
Albert útilokar ekki að fara í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net greindi frá því fyrr í kvöld að Albert Guðmundsson hyggst yfirgefa hollenska félagið AZ Alkmaar í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Félagið er sagt ætla að reyna selja hann í félagsskiptaglugganum núna í janúar til að geta fengið einhverja fjárhæð fyrir leikmanninn.

Hann er sagður hafa áhuga á að reyna fyrir sér á Spáni en félög á borð við Celtic, Rangers og Lazio hafa sýnt honum áhuga og þá er Feyenoord einnig með augastað á íslenska landsliðsmanninum.

Íþróttadeild Rúv heyrði í honum hljóðið og spurði hvort hann muni klára tímabilið með Alkmaar.

„Ég ætla ekki útiloka neitt, tíminn vinnur með mér í þessari stöðu og ég og fólkið i kringum mig munum taka þessa ákvörðun í rólegheitunum," sagði Albert í samtali við Íþróttadeild Rúv.

Athugasemdir
banner
banner