Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 11. janúar 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmótið: Ótrúleg endurkoma Víkings í sjö marka leik
Birnir Snær Ingason
Birnir Snær Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Víkingur 4-3 Fylkir
0-1 Ómar Björn Stefánsson
0-2 Nikulás Val Gunnarsson
0-3 Þórður Gunnar Hafþórsson
1-3 Birnir Snær Ingason ('31 )
2-3 Axel Freyr Harðarsson ('43 )
3-3 Pablo Punyed ('61 )
4-3 Axel Freyr Harðarsson ('85 )

Það var ótrúlegum leik að ljúka í Reykjavíkurmótinu. Fylkismenn byrjuðu af krafti gegn Íslands og Bikarmeisturum Víkinga. Árbæingar komust í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik.

Víkingar gáfust ekki upp en Birnir Snær Ingason skoraði fyrsta mark liðsins á 31. mínútu. Stuttu síðar fékk Birnir vítaspyrnu en Ólafur í marki Fylkis varði spyrnuna frá Helga Guðjónssyni.

Axel Freyr Harðarsson minnkaði muninn enn frekar fyrir Víking rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Pablo Punyed jafnaði síðan metin eftir klukkutíma leik. Víkingar voru ekki hættir, Axel skoraði sitt annað mark og fjórða mark Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.

Ólafur braut af sér fyrir utan teig stuttu síðar og einhverjir vildu fá rautt spjald á hann en svo fór ekki.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í A-riðli en Valur rústaði Fjölni 8-1 í sama riðli á laugardaginn síðastliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner