Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2023 16:38
Elvar Geir Magnússon
Moreno kominn til Villa (Staðfest)
Alex Moreno með treyju Aston Villa.
Alex Moreno með treyju Aston Villa.
Mynd: Aston Villa
Aston Villa hefur kynnt Alex Moreno sem nýjan leikmann félagsins en hann kemur frá Real Betis fyrir 13 milljónir punda. Hann varð spænskur bikarmeistari með Betis á síðasta tímabili.

Þessi 29 ára gamli Spánverji er fyrsti leikmaðurinn sem Unai Emery kaupir til félagsins.

Moreno er vinstri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann hefur á ferli sínum spilað fyrir Mallorca, Elche og Rayo Vallecano.

„Alex er góður leikmaður sem getur hjálpað okkar leikmannahóp. Hann hefur síðustu tímabil verið einn besti vinstri bakvörðurinn í La Liga og við erum hæstánægðir með að fá hann til okkar," segir Emery.

Aston Villa er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner