Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. febrúar 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Yaya Toure orðinn aðstoðarþjálfari í Úkraínu
Yaya Toure er nýr aðstoðarþjálfari Olimpik Donetsk
Yaya Toure er nýr aðstoðarþjálfari Olimpik Donetsk
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona, er nýr aðstoðarþjálfari úkraínska félagsins Olimpik Donetsk.

Toure, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir afar farsælan feril en hann hefur undanfarna mánuði verið að vinna að því að ná sér í þjálfararéttindi á Englandi.

Hann er nú búinn að taka við stöðu aðstoðarþjálfara hjá Olimpik Donetsk í Úkraínu en liðið er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.

Toure þekkir vel til í Donetsk en hann hóf atvinnumannaferil sinn þar með Metalurh Donetsk.

Hann spilaði með liðinu frá 2003 til 2005 en liðið var lýst gjaldþrota árið 2015.

„Það er frábært að vera mættur aftur til Úkraínu og halda áfram, nú sem þjálfari. Ég vil þakka Olimpik fyrir móttökurnar," sagði Yaya á Twitter.

„Ég get ekki beðið eftir að deila þekkingu minni, hjálpa liðinu og halda áfram að læra hér," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner