Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 15:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Man Utd: Varane inn fyrir Martinez
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Unai Emery stýrir 100. leiknum sínum í úrvalsdeildinni í dag þegar Aston Villa fær Manchester United í heimsókn.


Hann gerir eina breytingu á liði sínu sem tapaði gegn Chelsea í enska bikarnum í vikunni. Youri Tielemans dettur úr liðinu og Jacob Ramsey kemur inn í hans stað.

Erik ten Hag stjóri Manchester United gerir einnig eina breytingu á sínu liði.

United vann West Ham í síðustu umferð en Lisandro Martinez varð fyrir því óláni að meiðast illa ´iannað sinn á þessari leiktíð. Raphael Varane kemur inn í liðið í hans stað.

Aston Villa: Martinez; Cash, Carlos, Lenglet, Moreno; Kamara, McGinn, Luiz; Ramsey, Bailey, Watkins

Man Utd: Onana, Dalot, Maguire, Varane, Shaw, Casemiro, Mainoo, Fernandes, Garnacho, Hojlund, Rashford


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner