Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius svaraði stuðningsmönnum Man City í verki
Mynd: EPA
Real Madrid vann hádramatískan sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í umspili í Meistaradeildinni á Etihad í kvöld.

Vinicius Junior og Real Madrid voru mikið í fréttum í kringum Ballon d'Or í fyrra en Rodri, miðjumaður City, vann verðlaunin í baráttu við Vinicius og Real Madrid mætti ekki á athöfnina í mótmælaskyni.

Stuðningsmenn Man City voru með eftirlíkingu af Ballon d'Or bikarnum í stúkunni. Þá voru þeir með risastórann borða sem á stóð: 'Hættu að grenja úr þér hjartað.'

Vinicius átti hins vegar síðasta orðið þar sem hann lagði upp sigurmarkið á Jude Bellingham í uppbótatíma. Hann fagnaði markinu fyrir framan stuðningsmenn Man City og benti á merki á búningnum sem sýnir að Real Madrid hefur unnið fimmtán Meistaradeildartitla.


Athugasemdir
banner
banner
banner