Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Ótrúleg endurkoma hjá Real Madrid á Etihad
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Madrid vann virkilega sterkan sigur á Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld. Dortmund er í góðri stöðu eftir sigur í Portúgal og Juventus er með yfirhöndina gegn

Real Madrid byrjaði leikinn mun betur en Ferland Mendy fékk besta færi liðsins þegar hann var nánast einn gegn markinu en Nathan Ake var fyrir skotinu.

Eftir sterka byrjun Real náði Man City að refsa. Jack Grealish átti frábæra sendingu inn á teiginn og Josko Gvardiol kassaði boltann til Erling Haaland sem skoraði.

Kylian Mbappe jafnaði metin fyrir Real Madrid eftir fyrirgjöf frá Dani Ceballos. Mbappe hitti boltann illa en boltinn sveif í fjærhornið.

Þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma braut Ceballos á Phil Foden á vítateigs línunni en Clement Turpin, dómari leiksins, var ekki í neinum vafa og dæmdi vítaspyrnu.

Haaland steig á punktinn og kom City yfir. Real Madrid gafst ekki upp, Vinicius átti skot úr þröngu færi sem Ederson varði út í teiginn og Brahim Diaz, fyrrum leikmaður City, fylgdi á eftir og skoraði stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Í uppbótatíma tryggði Jude Bellingham Real Madrid dramatískan sigur. Mateo Kovacic átti slæma sendingu til baka og Vinicius Junior komst í boltann. Hann kom boltanum framhjá Ederson og Bellingham mætti og skoraði á opið markið.

Dortmund er í mjög góðri stöðu eftir sigur á Sporting í Portúgal. Sporting fékk fleiri tækifæri í fyrri hálfleik en Dortmund snéri blaðinu við í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

Julian Brandt lagði upp tvö mörk og Serhou Guirassy komst á blað auk þess að leggja upp eitt. Weston McKennie skoraðii stórkostlegt mark með skoti rétt fyrir utan vítiateig í naumum sigri á PSV.

Manchester City 2 - 3 Real Madrid
1-0 Erling Haaland ('19 )
1-1 Kylian Mbappe ('60 )
2-1 Erling Haaland ('80 , víti)
2-2 Brahim Diaz ('86 )
2-3 Jude Bellingham ('90 )

Juventus 2 - 1 PSV
1-0 Weston McKennie ('34 )
1-1 Ivan Perisic ('56 )
2-1 Samuel Mbangula ('82 )

Sporting 0 - 3 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('60 )
0-2 Pascal Gross ('68 )
0-3 Karim Adeyemi ('82 )
Athugasemdir
banner
banner