Arnór Gauti Ragnarsson skoraði tvívegis í 3-1 sigri ÍBV á Leikni R. í Lengjubikarnum í dag.
„Ég vissi að þeir voru svolítið hægir til baka og maður nýtti sér það til að komast á milli og ég var heppinn að fá góðar sendingar," sagði Arnór Gauti við Fótbolta.net í dag.
„Ég vissi að þeir voru svolítið hægir til baka og maður nýtti sér það til að komast á milli og ég var heppinn að fá góðar sendingar," sagði Arnór Gauti við Fótbolta.net í dag.
Arnór Gauti hefur skorað fjögur mörk síðan hann kom til ÍBV frá Breiðabliki í janúar. Hann lék frammi í 4-4-2 kerfi liðsins í dag ásamt Bjarna Gunnarssyni.
„Kerfið hjá ÍBV smellpassar fyrir mig. Þeir eru fljótir upp völlinn og í gegn. Ég er mjög sáttur með þetta skref," sagði þessi ungi Mosfellingur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir