Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. mars 2023 12:40
Aksentije Milisic
Antony: Munum koma Man Utd í fremstu röð
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn Antony var keyptur til Manchester United frá Ajax í september mánuði á síðasta ári en hann kostaði liðið 82 milljónir punda.


Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur sýnt góða takta inn á milli en þá hefur hann einnig átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum.

Hann skoraði sigurmark United þegar liðið henti Barcelona úr keppni í Evrópudeildinni á dögunum en svo var hann mikið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í 7-0 niðurlægingunni gegn Liverpool.

Kappanum hefur vantað stöðugleika en hann er á sínu fyrsta tímabili í treyju Man Utd og hefur hann nú þegar unnið einn titil.

„Tapið gegn Liverpool var mjög sársaukafullt. Þetta var erfitt, það var erfitt að sofa eftir þennan leik. En við megum ekki hugsa um þetta meir. Við vitum að þetta voru úrslit sem eiga ekki að sjást, óboðleg,” sagði Antony.

„Manchester United er risa klúbbur og við munum koma honum í fremstu röð. Á sunnudaginn er annar mikilvægur leikur og ég hef enga trú á öðru en að stuðningsmennirnir haldi áfram að standa þétt við bakið á okkur. Þeir gefa okkur bensín til að halda áfram að vinna leiki.”

Man Utd mætir Southampton klukkan 14 á morgun en United er í þriðja sæti deildarinnar á meðan gestirnir eru í því næst neðsta.


Athugasemdir
banner
banner