Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona vill fá Cancelo og Firmino
Spænska félagið Barcelona ætlar að fá bæði Roberto Firmino og Joao Cancelo í sumar en þetta kemur fram í spænska miðlinum Sport.

Firmino er 31 árs gamall og spilað hjá Liverpool síðustu átta ár en hann hefur ákveðið að yfirgefa félagið í sumar er samningur hans rennur út.

Umboðsmaður Firmino hefur þegar boðið Barcelona að fá hann í sumar.

Barcelona er afar áhugasamt um að fá hann á frjálsri sölu en Börsungar eru einnig að íhuga að styrkja varnarlínuna.

Joao Cancelo, sem er á láni hjá Bayern München frá Manchester City, er sagður ofarlega á lista hjá Barcelona. Bayern mun líklega ekki virkja kaupréttinn á leikmanninum sem er í kringum 70 milljónir punda.

Man City er meira en tilbúið til þess að lána hann út á næsta tímabili og er það eitthvað sem hentar Barcelona vel vegna fjárhagsstöðu félagsins.
Athugasemdir