Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. mars 2023 11:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Bournemouth og Liverpool: Bajcetic inn fyrir Henderson
Stefan Bajcetic byrjar í dag.
Stefan Bajcetic byrjar í dag.
Mynd: EPA

Fyrsti leikur 27 umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Bournemouth og Liverpool á Vitality leikvangnum í Bournemouth. Flautað verður til leiks klukkan 12:30.


Nýliðarnir eru í neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. Bournemouth tapaði á svekkjandi hátt gegn toppliði Arsenal á útivelli í síðustu umferð þar sem Skytturnar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndu leiksins.

Gestirnir frá Liverpool borg hafa heldur betur vaknað upp á síðkastið en í síðustu fimm deildarleikjum liðsins hefur Liverpool unnið fjóra og gert eitt jafntefli. Liðið er nú í bullandi baráttu um sæti í topp fjórum en eins og allir vita þá niðurlægði Liverpool erkifjendur sína í Manchester United í síðustu umferð.

Það eru þrjár breytingar á byrjunarliði Bournemouth í dag frá tapinu gegn Arsenal en stillt er upp í fjögurra manna vörn en ekki fimm eins og á Emirates leikvangnum.

Jefferson Lerma, Lloyd Kelly og Jaidon Anthony koma inn fyrir þá Chris Mepham, Jordan Zemura og Antoine Semenyo. Þá er David Brooks mættur aftur á bekkinn en hann sigraðist á krabbameini.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir eina breytingu á sínu liði. Stefan Bajcetic kemur inn fyrir Jordan Henderson sem sest á bekkinn.

Bournemouth: Neto, Smith, Stephens, Senesi, Kelly, Lerma, Rothwell, Billing, Ouattara, Anthony, Solanke.
(Varamenn: Travers, Fredericks, Cook, Mepham, Brooks, Christie, Vina, Moore, Semenyo.)

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Bajcetic, Elliott, Salah, Gakpo, Nunez.
(Varamenn: Adrian, Milner, Firmino, Henderson, Jota, Tsimikas, Carvalho, Arthur, Matip.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner