Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. mars 2023 16:15
Aksentije Milisic
Carragher segir að það væru mistök hjá Pochettino að snúa aftur til Spurs
Pochettino.
Pochettino.
Mynd: Getty Images
Carragher.
Carragher.
Mynd: Getty Images

Jamie Carragher, sparkspekingur á SkySports, vill ekki sjá Mauricio Pochettino snúa aftur til Tottenham Hotspur en hann segir að Pochettino gæti lent í sömu vandræðum og Kevin Keegan lenti í þegar hann tók aftur við Newcastle United árið 2008.


Pochettino var rekinn frá Spurs árið 2019 en hann kom Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tímabilið á undan. Þar tapaði Spurs gegn Liverpool í úrslitaleiknum.

Argentínumaðurinn er sagður vilja taka við Tottenham en það er talið mjög ólíklegt að Antonio Conte, núverandi stjóri liðsins, haldið áfram eftir tímabilið. Tottenham á ekki séns á neinum titli á þessari leiktíð eftir að liðið féll úr leik í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu með stuttu millibili.

„Það að Tottenham er að íhuga að fá hann aftur segir margt um félagið og hvað það hefur verið að gera síðustu ár,” sagði Carragher.

„Ef hann færi til baka þá væri félagið að viðurkenna að það voru mistök að reka hann. Hann þyrfti að byrja aftur upp á nýtt og með hverjum mistökunum sem hann myndi gera þá myndi styttast í sömu niðurstöðu og síðast.”

Síðan Pochettinho yfirgaf Tottenham þá hefur hann einungis verið í einu starfi. Það var sem þjálfari PSG í átján mánuði.

„Ef Pochettinho kæmi aftur til Spurs væri eins og þegar Keegan kom aftur til Newastle,” sagði Carragher en Keegan entist aðeins átta mánuði í starfi þegar hann sneri aftur til Newcastle árið 2008. Hann fékk nóg og sagði upp.

Keegan barðist um titilinn með Newcastle tímabilið 1995/96 en þá náði Manchester United að vinna hann í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner