Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. mars 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Engin þolinmæði frá stuðningsfólki Tottenham - „Við verðum að vinna saman"
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham Hotspur á Englandi, segist ekki fá neina þolinmæði frá stuðningsfólki félagsins, en sæti hans þykir ansi heitt þessa stundina.

Tottenham er úr leik í Meistaradeild Evrópu og framundan er erfið barátta um að komast aftur í keppnina.

Samningur Conte rennur út eftir þetta tímabil en framtíð hans er óljós.

Flest stuðningsfólk Tottenham vill Conte burt sem allra fyrst en hann segir að hann þurfi tíma og þolinmæði frá fólki til að bæta gengi liðsins.

„Við verðum að vinna saman. Ég þarf tíma og þolinmæði, það er það sem ég bið um, en ég sé að þolinmæðin er á þrotum. Félagið getur gefið mér tíma og það sýnir mikla þolinmæði, en það er engin þolinmæði hjá stuðningsfólkinu. Þú byggir ekki sigur á einum degi, hvað þá tveimur,“ sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner