Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 11. mars 2023 16:59
Aksentije Milisic
England: Chelsea tengir saman sigra - Kane og Son sáu um Forest
Mark hjá Havertz.
Mark hjá Havertz.
Mynd: EPA
Tottenham vann.
Tottenham vann.
Mynd: EPA
Frábært mark hjá Harrison.
Frábært mark hjá Harrison.
Mynd: EPA

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en mikið fjör var í þessum leikjum og þurfti VAR myndbandsdómgæslan að skerast í leikinn þó nokkrum sinnum.


Á King Power vellinum í Leicester var mikið fjör þegar Chelsea kom í heimsókn en Ben Chilwell kom gestunum yfir og fagnaði vel gegn sínu fyrrum félagi.

Joao Felix átti skot í stöng og skoraði síðan mark sem var dæmt af vegna rangstöðu með myndbandsdómgæslunni. Stuttu eftir það jafnaði Patson Daka metin en Kai Havertz skoraði frábært mark undir lok hálfleiksins eftir stórkostlega sendingu frá Argentínumanninum Enzo Fernandez.

Felix þurfti að fara af velli í hálfleik vegna meiðsla en það var Króatinn Matteo Kovacic sem kláraði leikinn á 78. mínútu með flottu marki eftir stoðsendingu frá Mykhailo Mudryk. Annar sigur Chelsea í röð í deildinni staðreynd.

Tottenham nýtti sér mistök Liverpool fyrr í dag í Meistaradeildarbaráttunni og vann öruggan heimasigur á Nottingham Forest þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk og Son Heung-Min eitt. VAR dæmdi mark af Richarlison í byrjun leiks sem var mjög tæpt.

Andre Ayew gat minnkað muninn í eitt mark í restina en honum brást þá bogalistinn af vítapunktinum.

Everton vann gífurlega mikilvægan 1-0 sigur á Brentford þar sem Dwight McNeil skoraði eina mark leiksins eftir rúma hálfa mínútu. Þá gerðu Leeds og Brighton 2-2 jafntefli en Jack Harrison tryggði Leeds eitt stig með stórkostlegu skoti í fjærhornið. Hann hafði skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum en bætti heldur betur upp fyrir það.

Everton 1 - 0 Brentford
1-0 Dwight McNeil ('1 )

Leeds 2 - 2 Brighton
0-1 Alexis MacAllister ('33 )
1-1 Patrick Bamford ('40 )
1-2 Jack Harrison ('61 , sjálfsmark)
2-2 Jack Harrison ('78 )

Leicester City 1 - 3 Chelsea
0-1 Ben Chilwell ('11 )
1-1 Patson Daka ('39 )
1-2 Kai Hvertz ('45)
1-3 Matteo Kovacic ('78)
Rautt spjald: Wout Faes (Leicester) ('87)

Tottenham 3 - 1 Nott. Forest
1-0 Harry Kane ('19 )
2-0 Harry Kane ('35 , víti)
3-0 Son Heung-Min ('62 )
3-1 Worrall ('81)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir