Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. mars 2023 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsti deildarsigur Árna Vill - Valgeir í undanúrslit
Valgeir er kominn í undanúrslit
Valgeir er kominn í undanúrslit
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í undanúrslit sænska bikarsins ásamt liði sínu, Häcken, eftir að liðið vann Norrköping 3-0 í dag.

Alls voru fjórir Íslendingar sem byrjuðu leikinn. Valgeir var í vörn Häcken en þá voru þeir Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen í liði Norrköping á meðan Ari Freyr Skúlason var á bekknum.

Häcken var marki yfir í hálfleik og bætti við tveimur í síðari til að loka leiknum.

Valgeir fór af velli undir lok leiksins. Andri Lucas fór af velli hjá Norrköping í byrjun síðari hálfleiks.

Häcken er því komið í undanúrslit bikarsins og á möguleika á því að vinna annan titil sinn á fáeinum mánuðum en liðið varð deildarmeistari undir lok síðasta árs.

Súrt tap hjá Hirti

Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Pisa sem tapaði fyrir Modena, 1-0. Pisa er í 5. sæti ítölsku B-deildarinnar með 42 stig.

Mikael Egill Ellertsson kom inná sem varamaður á 62. mínútu er Venezia gerði 1-1 jafntefli við Brescia. Kristófer Jónsson sat allan tímann á bekk Venezia sem er í 16. sæti með 30 stig.

Árni Vilhjálmsson var þá í fyrsta sinn í byrjunarliði Zalgiris er liðið vann 1-0 sigur á Banga í úrvalsdeildinni í Litháen. Árni fór af velli undir lok leiksins en þetta var sömuleiðis fyrsti sigur liðsins í deildinni þetta tímabilið. Liðið er með 3 stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner